Barbapabbavakning á Íslandi 1. nóvember 2006 01:00 Barbapabbi, Barbamamma og barbabörnin 7000 eintök af bók um fjölskylduna hafa verið prentuð, auk þess sem mesta úrval af Barbapabbadóti á Norðurlöndum er að finna í verslun á Laugaveginum. Nýverið var endurútgefin fyrsta Barbapabbabókin í næstum því tvo áratugi og hefur hún slegið í gegn. „Við vorum búin að reyna að fá útgáfuréttinn frá því JPV-forlagið hóf starfsemi, en lítið gekk,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri. „Loks náðum við sambandi við annan höfundinn Talus Taylor í vor en hann var bara með skæting við okkur. Er greinilega mikill sérvitringur. Við gáfumst ekki upp og fengum á endanum grænt ljós. Það sem réði úrslitum er að hann mundi eftir velgengni Barbapabba á Íslandi og kveikti á perunni þegar hann komst að því að Valdimar Jóhannsson hjá Iðunni er pabbi Jóhanns og afi minn. Hann setti þó tvö skilyrði, að bækurnar yrðu ódýrari en sambærilegar barnabækur og að fyrsta prentunin yrði stór. Vanalega hefðum við prentað 1500 eintök en nú urðum við að prenta 7000 eintök. Við tókum sénsinn og sjáum ekki eftir því.“ Egill segir að áfram verði haldið og að allar bækurnar komi út á íslensku á endanum. Talus Taylor er Bandaríkjamaður sem kynntist Frakkanum Annette Tison í París á 8. áratugnum. Þau giftu sig og sköpuðu saman Barbapabba-fjölskylduna. Fyrirbærið sló í gegn í Frakklandi og á Norðurlöndunum og virðist enn njóta hylli hér sé miðað við viðtökur bókarinnar. Verslunin Liggalá (áður Sipa) á Laugavegi hefur boðið upp á alls konar Barbapabbadót í tvö ár, „mesta úrval af Barbapabbadóti á Norðurlöndum,“ er þar fullyrt, og að sögn hefur það selst svo vel að hægt er að tala um „Barbapabbavakningu“. Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Nýverið var endurútgefin fyrsta Barbapabbabókin í næstum því tvo áratugi og hefur hún slegið í gegn. „Við vorum búin að reyna að fá útgáfuréttinn frá því JPV-forlagið hóf starfsemi, en lítið gekk,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri. „Loks náðum við sambandi við annan höfundinn Talus Taylor í vor en hann var bara með skæting við okkur. Er greinilega mikill sérvitringur. Við gáfumst ekki upp og fengum á endanum grænt ljós. Það sem réði úrslitum er að hann mundi eftir velgengni Barbapabba á Íslandi og kveikti á perunni þegar hann komst að því að Valdimar Jóhannsson hjá Iðunni er pabbi Jóhanns og afi minn. Hann setti þó tvö skilyrði, að bækurnar yrðu ódýrari en sambærilegar barnabækur og að fyrsta prentunin yrði stór. Vanalega hefðum við prentað 1500 eintök en nú urðum við að prenta 7000 eintök. Við tókum sénsinn og sjáum ekki eftir því.“ Egill segir að áfram verði haldið og að allar bækurnar komi út á íslensku á endanum. Talus Taylor er Bandaríkjamaður sem kynntist Frakkanum Annette Tison í París á 8. áratugnum. Þau giftu sig og sköpuðu saman Barbapabba-fjölskylduna. Fyrirbærið sló í gegn í Frakklandi og á Norðurlöndunum og virðist enn njóta hylli hér sé miðað við viðtökur bókarinnar. Verslunin Liggalá (áður Sipa) á Laugavegi hefur boðið upp á alls konar Barbapabbadót í tvö ár, „mesta úrval af Barbapabbadóti á Norðurlöndum,“ er þar fullyrt, og að sögn hefur það selst svo vel að hægt er að tala um „Barbapabbavakningu“.
Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira