Vafasöm fjársöfnun í nafni fátækra 1. nóvember 2006 06:15 Hörður Jóhannesson Aðstoðar-yfirlögregluþjónninn í Reykjavík segir rangt að Félag fátækra barna starfi í heimildarleysi. MYND/Vilhelm „Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út. Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út.
Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira