Uppteknir af Gamla testamentinu 2. nóvember 2006 05:15 Jens Kr. Guð með Eivöru Pálsdóttur „Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“ Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“
Innlent Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira