Breytt umhverfi kallaði á breytingar 2. nóvember 2006 06:00 Samkomulagið handsalað Kristján Þór Júlíusson, Árni M. Mathiesen, Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eftir undirritun. MYND/Pjetur Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri." Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri."
Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira