Sjóræningjaafli af Reykjaneshrygg í eigu Landsbankans 3. nóvember 2006 03:30 Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi.
Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira