Sjóræningjaveiðar gerðar ómögulegar 4. nóvember 2006 07:45 „Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað." Innlent Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað."
Innlent Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent