Viðskipti innlent

Línuhönnun fær gæðaverðlaunin

Svava Grönfeldt, sem er aðstoðarforstjóri Actavis, flutti erindi á ráðstefnunni „Forysta í krafti þjónustu“ sem haldin var í samstarfi við Capacent í gær í tilefni af gæðaverðlaununum.
Svava Grönfeldt, sem er aðstoðarforstjóri Actavis, flutti erindi á ráðstefnunni „Forysta í krafti þjónustu“ sem haldin var í samstarfi við Capacent í gær í tilefni af gæðaverðlaununum. MYND/Vilhelm

Verkfræðistofan Línuhönnun fékk Íslensku gæðaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica síðdegis í gær. Verðlaunin afhenti Geir H. Haarde forsætisráðherra en fyrir verðlaununum stendur Stjórnvísi, félag um framsækna stjórnun, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Stjórnvísi hlýtur verðlaunin félag sem sýnt hefur fram á raunverulegan og mælanlegan vöxt á árinu og þau skilyrði uppfyllir Línuhönnun.

Stofnað var til samstarfsins um verðlaunin árið 1996 í þeim tilgangi að veita Íslensku gæðaverðlaunin á alþjóðlega gæðadaginn, annan fimmtudag í nóvember ár hvert. Verðlaunin voru fyrst afhent 13. nóvember 1997.

Markmiðið með verðlaununum er svo sagt vera að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenningu fyrir raunverulegan stjórnunarárangur og jafnframt hvetja fyrirtæki til að setja sér skýr markmið og leggja mat á árangurinn reglulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×