Sjötíu prósent vilja frekari takmarkanir á dvalarleyfum 10. nóvember 2006 03:30 Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið. Innlent Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið.
Innlent Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent