Bifreið valt við Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi síðdegis í gær. Sex erlendir ferðamenn voru í bílnum og voru fjórir þeirra fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl þeirra reyndust minni háttar en bifreiðin sem þeir óku er afar illa farin. Talið er að ökumanni hennar hafi fipast vegna hálku með fyrrgreindum afleiðingum.
Árekstur á Hellisheiði
Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í gær í námunda við skíðaskálann í Hveradölum. Tveir voru fluttir á slysadeild en eru ekki taldir alvarlega slasaðir.