Karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi 14. nóvember 2006 00:45 Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum. Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum.
Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira