Innflytjendur lýsa áhyggjum og kvíða 14. nóvember 2006 06:30 ALÞJÓÐAHÚS Hér á landi þarf fólk að leggja í langt ferli sé því mismunað á grundvelli uppruna og vilji það ekki una þeirri mismunun, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“ Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“
Innlent Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira