Viðskipti innlent

Stórverslanir opna í Kauptúni

IKEA í Urriðaholti
IKEA í Urriðaholti

Mikil uppbygging verslunarhúsnæðis á sér stað í Kauptúninu í Garðabæ þar sem IKEA opnaði tuttugu þúsund fermetra verslun í október.

Hagar hafa skrifað undir samning um opnun 1.200 fermetra Bónusverslunar á næsta ári sem verður í sama húsnæði og Max, stærsta raftækjaverslun landsins, sem verður opnuð í lok vikunnar. Hagar reka þá verslun í félagi við Sjónvarpsmiðstöðina og nemur stærð hennar 3.500 fermetrum.

Þá hefur BYKO boðað opnun tólf þúsund fermetra stórverslunar á næsta ári og eins stefnir Leikbær að því að hefja rekstur stórverslunar með leikföng.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×