Bretar spara í LÍ 15. nóvember 2006 09:30 Sigurjón Árnason er ánægður með árangurinn í Bretlandi. MYND/GVA Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira