Mikið var um dýrðir í Vestmannaeyjum í gær þegar því var fagnað að Stórhöfðaviti er 100 ára. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var meðal veislugesta ásamt þingmönnum kjördæmisins.
Í ræðu Sturlu kom fram að meðalvindhraði á Stórhöfða er 11 metrar á sekúndu og þar er að jafnaði logn fjórum sinnum á ári.
Ráðherra og veislugestir skoðuðu meðal annars mælitæki í vitanum sem er eini mannaði vitinn í dag. Mælitækin eru notuð til að mæla mengun sem kemur með lægðum til landsins. Ástæða þess að mælitækin eru staðsett á Stórhöfða er sú að lægðir koma yfirnleitt fyrst að Vestmannaeyjum og sýna þannig hvernig mengun getur borist að landinu.
Boðið var til kaffisamsætis í tilefni afmælisins.