Þrautagöngu Birgis loksins lokið 17. nóvember 2006 13:30 Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira