Viðskipti innlent

Minnkandi væntingar

Brúnin hefur þyngst á neytendum undanfarnar vikur ef marka má væntingavísitölu Gallup fyrir nóvember. Væntingavísitala Gallup mælist nú 118,6 stig og lækkar úr 136,2 stigum frá því í október. Um 44 prósent neytenda telja efnahagsástandið gott en 17 prósent þeirra telja það hins vegar slæmt.

Í heildina geta íslenskir neytendur talist nokkuð jákvæðir gagnvart efnahagslífinu. Þeir eru þó fleiri um þessar mundir, en verið hefur undanfarna mánuði, sem telja að ástandið muni versna en þeir sem telja að það muni batna. Í Morgunkorni Glitnis segir að tiltrú neytenda sé nú í meira jafnvægi við horfur í efnahagsmálum en hún var í október þegar hún fór upp í hæstu hæðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×