Rappstjarna framtíðarinnar 30. nóvember 2006 15:15 Ætlar út að borða á Ruby Tuesday til þess að fagna sigrinum í rímnaflæðikeppninni. MYND/Valli Hinn 15 ára gamli Daníel Alvin sigraði í rímnaflæðikeppni Miðbergs um síðustu helgi. Hann þótti skrefi á undan jafnöldrum sínum í textagerð og flutningi. „Ég er mjög sáttur, ætla fagna þessu með að fara út að borða á Ruby Tuesday,“ segir Daníel Alvin Haraldsson sem gerði sér lítið fyrir og vann rímnaflæðikeppni Miðbergs sem haldin var síðasta föstudag. Af þeim tæplega tíu sem tóku þátt þótti Daníel bera af með lagi sínu „Skrímslið og reiðin“, en dómnefnd var sammála því að Daníel væri skrefi á undan jafnöldrum sínum hvað varðar textagerð og flutning. Í laginu fæst Daníel ekki við neitt smámál, en það er tilhugalífið, þá sérstaklega ástarsorgin sem er til umfjöllunar. „Ég var ekki búinn að æfa mig mikið, en undirspilið fékk ég aðeins þremur dögum fyrir keppni og þá þurfti ég að spýta í lófana,“ segir hann. Í verðlaun voru 15 þúsund krónur, MP3 spilari og nýútkominn geisladiskur rapparans Bents, sem Daníel metur mikið. Sjálfur hefur hann tekið upp fjögur lög, sigurlagið ekki þar með talið, en lögin er ekki hægt að nálgast að svo stöddu, „en eru væntanleg á myspace“. Daníel Alvin kýs að láta kalla sig Danna A þegar hann er við hljóðnemann og neitar öllum tengslum við rapparann Sesar A. Hann er 15 ára gamall og nemur við Engjaskóla í Grafarvogi. Hann fæddist á Íslandi, en fjórum árum ævinnar eyddi hann í Kaliforníu og Hawaii ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist staðráðinn í að fara í framhaldsskóla á næsta ári en hefur enn ekki ákveðið hvert förinni skal heitið, en það skal vera skóli sem tekur vel á móti upprennandi rappstjörnum og skáldum. Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hinn 15 ára gamli Daníel Alvin sigraði í rímnaflæðikeppni Miðbergs um síðustu helgi. Hann þótti skrefi á undan jafnöldrum sínum í textagerð og flutningi. „Ég er mjög sáttur, ætla fagna þessu með að fara út að borða á Ruby Tuesday,“ segir Daníel Alvin Haraldsson sem gerði sér lítið fyrir og vann rímnaflæðikeppni Miðbergs sem haldin var síðasta föstudag. Af þeim tæplega tíu sem tóku þátt þótti Daníel bera af með lagi sínu „Skrímslið og reiðin“, en dómnefnd var sammála því að Daníel væri skrefi á undan jafnöldrum sínum hvað varðar textagerð og flutning. Í laginu fæst Daníel ekki við neitt smámál, en það er tilhugalífið, þá sérstaklega ástarsorgin sem er til umfjöllunar. „Ég var ekki búinn að æfa mig mikið, en undirspilið fékk ég aðeins þremur dögum fyrir keppni og þá þurfti ég að spýta í lófana,“ segir hann. Í verðlaun voru 15 þúsund krónur, MP3 spilari og nýútkominn geisladiskur rapparans Bents, sem Daníel metur mikið. Sjálfur hefur hann tekið upp fjögur lög, sigurlagið ekki þar með talið, en lögin er ekki hægt að nálgast að svo stöddu, „en eru væntanleg á myspace“. Daníel Alvin kýs að láta kalla sig Danna A þegar hann er við hljóðnemann og neitar öllum tengslum við rapparann Sesar A. Hann er 15 ára gamall og nemur við Engjaskóla í Grafarvogi. Hann fæddist á Íslandi, en fjórum árum ævinnar eyddi hann í Kaliforníu og Hawaii ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist staðráðinn í að fara í framhaldsskóla á næsta ári en hefur enn ekki ákveðið hvert förinni skal heitið, en það skal vera skóli sem tekur vel á móti upprennandi rappstjörnum og skáldum.
Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“