Framsókn í 90 ár Jón Sigurðsson skrifar 16. desember 2006 05:00 Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. .
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun