Meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna 28. desember 2006 07:45 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar Þórður telur að fyrirtækjum sem geri upp reikninga sína í erlendri mynt muni fjölga. Umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöllinni taki upp evru mun einnig ágerast. Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira