Skemmtilegt og viðburðaríkt ár að baki 28. desember 2006 07:15 Bjarni Ármannsson. Glitnir á gott ár að baki og leiddi viðsnúning neikvæðrar umræðu um íslenskt fjármálakerfi með góðum árangri. Miklar sviptingar voru á erlendum mörkuðum á fyrri hluta ársins og markaðist starfsemi Glitnis nokkuð af þeim. Erlendir fjölmiðlar og greiningaraðilar fylgjast nú betur en nokkru sinni fyrr með íslenskum fyrirtækjum og það er raunveruleiki sem er kominn til að vera. Hins vegar byggði hluti þessarar gagnrýni á röngum forsendum og ákveðnu skilningsleysi á aðstæðum, sem var ekkert óeðlilegt þegar menn voru að greina og fjalla um ný fyrirtæki frá framandi markaði á borð við Ísland. Eftir því sem liðið hefur á árið hefur skilningur manna aukist og umfjöllunin lýsir meiri þekkingu. Stemningin á markaðnum hefur breyst og greinilegt að meiri sóknarhugur er hjá íslenskum fyrirtækjum nú við áramót en um miðbik ársins. Framundan eru því spennandi tímar. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá Glitni og nú um áramótin er mér ofarlega í huga þakklæti til frábærs starfsfólks Glitnis sem sýndi enn og aftur á þessu ári hverju hægt er að áorka með dugnaði, útsjónarsemi og faglegum vinnubrögðum. Í mars var skipt um nafn á bankanum, ekki síst til að fylgja eftir sókn bankans á erlenda markaði. Rekstur bankans hefur breyst mikið á undanförnum árum og á þessu ári héldum við áfram að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn með eflingu eininga sem auka þóknanatekjur bankans. Miklar breytingar urðu í eigendahópi bankans á árinu og nýir eigendur hafa stutt vel við bakið á bankanum á þessu ári. Þá hefur bankinn aldrei tekið eins virkan þátt í samfélagsverkefnum og á þessu ári og ber þar hæst þátttaka yfir 500 starfsmanna bankans í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þar sem söfnuðust um 22 milljónir króna til 55 góðgerðasamtaka. Vöxtur bankans hélt áfram og meðal annars voru á árinu opnaðar skrifstofur í Kanada og Kína, auk þess sem bankinn keypti fyrsta fyrirtækið í Svíþjóð. Glitnir hélt áfram uppbyggingu sinni í Noregi og framundan eru fjölmörg spennandi verkefni þar. Við áramót er Glitnir því með starfsstöðvar í 8 löndum og starfsemi víða umheim. Þetta er mikil breyting á fáum árum og það er afar mikilvægt fyrir okkur, starfsmenn bankans, að finna það traust og þann stuðning sem viðskiptavinir og hluthafar bankans hafa sýnt okkur. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég óska öllum gleðilegs árs og friðar. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Miklar sviptingar voru á erlendum mörkuðum á fyrri hluta ársins og markaðist starfsemi Glitnis nokkuð af þeim. Erlendir fjölmiðlar og greiningaraðilar fylgjast nú betur en nokkru sinni fyrr með íslenskum fyrirtækjum og það er raunveruleiki sem er kominn til að vera. Hins vegar byggði hluti þessarar gagnrýni á röngum forsendum og ákveðnu skilningsleysi á aðstæðum, sem var ekkert óeðlilegt þegar menn voru að greina og fjalla um ný fyrirtæki frá framandi markaði á borð við Ísland. Eftir því sem liðið hefur á árið hefur skilningur manna aukist og umfjöllunin lýsir meiri þekkingu. Stemningin á markaðnum hefur breyst og greinilegt að meiri sóknarhugur er hjá íslenskum fyrirtækjum nú við áramót en um miðbik ársins. Framundan eru því spennandi tímar. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá Glitni og nú um áramótin er mér ofarlega í huga þakklæti til frábærs starfsfólks Glitnis sem sýndi enn og aftur á þessu ári hverju hægt er að áorka með dugnaði, útsjónarsemi og faglegum vinnubrögðum. Í mars var skipt um nafn á bankanum, ekki síst til að fylgja eftir sókn bankans á erlenda markaði. Rekstur bankans hefur breyst mikið á undanförnum árum og á þessu ári héldum við áfram að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn með eflingu eininga sem auka þóknanatekjur bankans. Miklar breytingar urðu í eigendahópi bankans á árinu og nýir eigendur hafa stutt vel við bakið á bankanum á þessu ári. Þá hefur bankinn aldrei tekið eins virkan þátt í samfélagsverkefnum og á þessu ári og ber þar hæst þátttaka yfir 500 starfsmanna bankans í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þar sem söfnuðust um 22 milljónir króna til 55 góðgerðasamtaka. Vöxtur bankans hélt áfram og meðal annars voru á árinu opnaðar skrifstofur í Kanada og Kína, auk þess sem bankinn keypti fyrsta fyrirtækið í Svíþjóð. Glitnir hélt áfram uppbyggingu sinni í Noregi og framundan eru fjölmörg spennandi verkefni þar. Við áramót er Glitnir því með starfsstöðvar í 8 löndum og starfsemi víða umheim. Þetta er mikil breyting á fáum árum og það er afar mikilvægt fyrir okkur, starfsmenn bankans, að finna það traust og þann stuðning sem viðskiptavinir og hluthafar bankans hafa sýnt okkur. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég óska öllum gleðilegs árs og friðar.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira