Ójafnvægi efnahagslífsins veldur enn áhyggjum 28. desember 2006 06:15 Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að tími sé til kominn að ræða á málefnalegan hátt mögulega aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins. Markmiðið var að þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Í kjölfarið var ráðist í kaup á tveimur alþjóðlegum félögum: AEW/Delford í apríl og Scanvægt í ágúst. Í framhaldi af því var hlutafé félagsins aukið með öflugri aðkomu erlendra fjárfesta, íslenskra lífeyrissjóða og almennings. Fyrirtækið er nú fjármagnað til þess að takast á við áframhaldandi vöxt í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins. Seinni hluti ársins mótaðist af umfangsmiklum samþættingarverkefnum, sem ná munu fram að ganga á fyrri hluta ársins 2007. Samþættingarvinnan hefur gengið vel og líklegt að hún muni skila hluthöfum umtalsverðum framtíðarverðmætum, viðskiptavinum félagsins bættu vöru- og þjónustuframboði og starfsmönnum spennandi starfsþróunarmöguleikum. Rekstrarumhverfi félagsins á Íslandi batnaði verulega er leið á árið með veikingu íslensku krónunnar. Verulegt áhyggjuefni er þó það ójafnvægi sem er í íslensku efnahagslífi sem kemur fram í verðbólgu, viðskiptahalla, háu vaxtastigi og spákaupmennsku með íslensku krónuna. Mjög vandasamt verkefni er framundan, sem er að vinda ofan af þessari stöðu. Framundan tel ég að séu tvö málefni fyrir íslenskt efnahagslíf sem mikilvægt er að taka afstöðu til: - Endurskoða þarf peningamálastefnuna í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af tveimur hagsveiflum. Stefnan hefur alls ekki skilað tilætluðum árangri og á löngum tímum hefur hún unnið þvert gegn markmiðum sínum. Ýmsar ástæður eru fyrir því en skortur á stuðningi við peningamálastefnuna frá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stjórnvöldum hefur þar vegið mjög þungt. - Ræða þarf á málefnalegan hátt mögulega aðild Íslendinga að ESB og upptöku evru. Hverjir eru raunverulegir valkostir og hvaða möguleikar skila bestu lífskjörum á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki á málefnalegan hátt þátt í þessari umræðu - umræðu sem átti sér stað fyrir meira en áratugi meðal allra annarra Evrópuþjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira