Flugtak Hannesar og FL Group 28. desember 2006 00:01 Breytingar valda stundum óróa og á seinni árshelmingi 2005 fór Hannes Smárason ekki varhluta af gagnrýni um hvert hann stefndi fjöreggi þjóðarinnar, Icelandair. Forystumenn félagsins voru í óða önn að breyta félaginu úr samgöngu- og ferðaþjónustufyrirtæki í fjárfestingarfélag. Undir lok árs 2005 tókst félaginu að ná með hlutafjárútboði 80 milljörðum í nýtt hlutafé. FL Group undir forystu Hannesar fór því ágætlega vopnað inn í árið og félagið tilbúið til flugtaks. Síðan var tekið á loft. Að baki er viðburðaríkt ár og spurningin er hvað standi upp úr að mati forstjórans Hannesar Smárasonar. „Fyrir mig held ég að það hafi verið þegar við seldum easyJet, það standi upp úr frekar en skráningin á Icelandair og ýmislegt annað," segir Hannes. Hann hafði setið undir vangaveltum um að kaup FL á easyJet væru fyrst og fremst það sem keyrði upp gengið. „Það hefur aldeilis sýnt sig að svo var ekki. Sjáðu bara verðið á félaginu í dag," segir Hannes og grettir sig örlítið. „Ég sé sjúklega eftir því núna að hafa selt," segir Hannes og hlær. Hann bætir því við að þegar maður sé í slíkum fjárfestingum þýði ekkert að horfa á hlutina þannig. „Það hafa komið önnur tækifæri í staðinn og á móti byggðum við um 30 prósenta stöðu í Glitni sem hefði verið erfitt án þess að losa einhverja fjármuni." Árið í ár einkenndist umfram árin á undan af sölum á milljarða hlutum þar sem innleystur var gríðarlegur hagnaður. Landsbankinn seldi í Carnegie með um 12 milljarða hagnaði, FL Group í easyJet með um 13 milljarða og Björgólfur Thor í cRA í Tékklandi með 50 milljarða hagnaði. „Þetta skiptir miklu máli. Menn voru búnir að sýna að þeir gátu keypt og nú sýndu menn að þeir gátu selt. Maður er ekki orðinn góður fjárfestir af þessari gerð fyrr en maður hefur sýnt að maður geti bæði keypt og selt. Þetta var ákveðinn prófsteinn á okkur og skiptir miklu máli sérstaklega á þessu ári þar sem umræðan var mjög þung um Ísland og íslenska bankakerfið, þá held ég að þetta hafi hjálpað mjög mikið hvernig útlendingar líta á okkur og landið í heild sinni. Menn sjá að þarna eru ekki einhverjir kúrekar á ferðinni sem kaupa og kaupa og selja aldrei neitt."SlagorðaumræðanUmræðan á árinu um íslenska fjárfesta og fjármálakerfið var á tíðum ósanngjörn og illa ígrunduð. „Þetta var svona slagorðaumræða þar sem menn máluðu skrattann á vegginn. Þessi umræða var óvægin og hörð, en það sem er merkilegast við hana er að það komu eiginlega allir sterkari út úr henni. Það eru góðu fréttirnar í slæmu fréttunum. Ég held þó að flestir hefðu kosið að fá skilaboðin með öðrum hætti.Það er hins vegar afar merkilegt að sjá að bankarnir eru búnir að fjármagna sig í botn, með miklu meira lausafé og standa mun betur en þeir gerðu í upphafi árs."Hannes segir að önnur félög, svo sem FL Group, hafi einnig tekið til hendinni. „Þó að við séum ekki jafn stórir og bankarnir þá erum við búnir að ná okkur í hátt í milljarð evra fyrir utan Ísland." FL Group hefur verið áberandi á árinu í stórum viðskiptum, en forsenda slíkra viðskipta er fjármögnun sem ekki er jafn sýnilegur hluti starfseminnar. „Við tókum eitt stærsta lán með veði í íslenskum hlutabréfum sem tekið hefur verið þegar við fjármögnuðum hluta af eign okkar í Glitni með 250 milljóna evra sambankaláni. Síðan erum við með opna línu fyrir 400 milljónir evra hjá Barclays og þar fyrir utan höfum við fjármagnað okkur gegnum Carnegie og Morgan Stanley. Við höfum góðan aðgang að alþjóðlegum fjármálamarkaði og ef við ráðumstu í stór verkefni, þá getum við fengið til liðs við okkur stóra erlenda banka."Hannes segir að FL Group hafi fundið fyrir að menn voru ekki tilbúnir til þess að fara í mikla stækkun undir þessari umræðu. „Það er hins vegar alltaf þannig þegar svona gerist að þeir sem eru stærstir og í einhverjum skilningi bestu viðskiptavinir bankanna, þeir finna síðast fyrir því. Menn byrja á neðri endanum og maður heyrði af því að það var verið að loka á fullt af fólki. Það var bara ekki komið að okkur því við vorum ofar í goggunarröðinni og mikið að gerast."Árið byrjað af kraftiÁrið byrjar með kaupum á hlut í Glitni þegar Straumur-Burðarás seldi kjölfestuhlut í bankanum. „Við komum fjárhagslega sterkir inn í árið. Svo kom þessi hlutur upp í janúar eftir þreifingar í desember. Þá ákváðum við ásamt öðrum að kaupa þessi bréf. Það var fyrsta alvöru aðkoman að Glitni. Við héldum svo áfram að kaupa og þegar umræðan stendur sem hæst um bankana, verður töluvert framboð af bréfum og þá kaupum við." Á markaði voru menn hikandi, en Hannes segir að FL Group hafi treyst undirliggjandi rekstri bankanna. „Við fylgdumst vel með rekstrinum og því sem var að gerast og sáum að það voru engin vandamál í undirliggjandi rekstri og menn höfðu trú á að það myndi takast að snúa við umræðunni. Hins vegar vorum við farnir að undirbúa okkur undir það að umræðan gæti staðið í átján mánuði. Við stilltum okkur þannig upp að við gætum þolað svo langan tíma."Á sama tíma keypti FL Group hlut í Royal Unibrew og Finnair og Aktiv Kapital. „Þessar fjárfestingar hafa verið að gera sig ágætlega á árinu, misvel eins og gengur, en á heildina litið hafa fjárfestingar okkar verið að skila ágætis árangri á árinu."Á eftir þessum kaupum fylgdu kaupin á drykkjarvöruframleiðandanum Refresco í apríl og salan á easyJet. „Annars vegar vorum við að fjárfesta í starfsemi sem við teljum að eigi mikla framtíð fyrir sér og hins vegar að fara út úr fjárfestingu sem hafði reynst okkur mjög góð. Okkur fannst rétti tíminn til að kveðja, en hefðum sjálfsagt átt að hanga lengur. Það er eins og gengur. Við fórum inn í Unity með Baugi og keyptum í Marks og Spencer og seldum aftur með hagnaði og vorum einnig á þessum tíma byrjaðir að vinna í House of Fraser, þótt enginn vissi það á þeim tíma. Það er búið að vera margt í gangi á árinu og sumt af því ekki komið í ljós enn þá."Umsvifin hafa verið gríðarleg og sólarhringurinn langur. Starfsmenn FL Group eru að nálgast þrjátíu. „Við höfum reynt að byggja þetta á fáum en góðum einstaklingum og svo vinnum við náttúrlega mjög mikið. Það er bara þannig."Samstarfið í Straumi var gottAthyglin hefur beinst að félaginu á árinu og varla líður sá mánuður að ekki séu fréttir af því sem FL Group er að fást við. „Við erum í það stórum verkefnum að þau hljóta að vekja athygli. Við erum það stórt félag að við verðum að vera í stórum verkefnum. Við viljum helst ekki skrifa tékka sem er minni en fimm til tíu milljarðar í einstakri fjárfestingu. Annars yrðum við með of mörg verkefni í gangi og athyglin of dreifð."Síðan komu upp átök í hluthafahópi Straums og FL eignaðist í kjölfarið hlut í félaginu. „Það voru samskiptaerfiðleikar í hluthafahópnum og við töldum að sem fagfjárfestar ættum við möguleika til að vinna með stjórninni á fjárhagslegum forsendum og um leið sáum við möguleika á að auka eigið fé FL Group." Hannes segir að samstarfið í Straumi hafi gengið vel og salan hafi verið ásættanleg. „Það kostar mikið að auka eigið fé og við lítum svo á að við höfum náð markmiðum með fjárfestingunni. Það er þannig að þegar tveir aðilar eru stórir eigendur og vanir að vera kjölfestufjárfestar þá gengur það ekki til lengdar. Ekki síst þegar báðir eru kjölfestufjárfestar í öðrum bönkum."Við söluna á Straumi eignaðist FL Group hlut Straums-Burðaráss í Finnair og var þar með komið með 23 prósenta hlut í félaginu. Hinn stóri eigandinn er finnska ríkið. „Það eru bara tveir möguleikar í þeirri stöðu. Finnska ríkið hlýtur að átta sig á því fyrr eða síðar. Annaðhvort verða þeir að ríkisvæða fyrirtækið á ný og taka það af markaði eða fara alla leið með félagið og einkavæða það og láta það standa á eigin fótum."Eigið fé tvöfaldast á árinuAnnað flugfélag er í eigu FL að hluta og var í 100 prósenta eigu þar til í gær. Það er Sterling. Samkeppnisaðilinn er SAS sem er í eigu þriggja ríkja. „Það hefur kosti að hafa svifaseinan samkeppnisaðila, en galla þegar hann getur ausið úr ríkissjóðum ef illa gengur. Auðvitað er þetta rekstrarform tímaskekkja." Hannes segir árangurinn af Sterling harla góðan, jafnvel þótt öllum markmiðum hafi ekki verið náð. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þessu lyktar, en við teljum að við höfum beitt skynsamlegum aðferðum við mat á félaginu þegar við keyptum það."Hannes segir að menn geti alltaf búist við að einstakar fjárfestingar gangi illa og markmið náist ekki. „Það er óeðlilegt ef almenningur og fjárfestar búast ekki við því að eitthvað gangi ekki upp. Það er ástæðan fyrir því að félög fjárfesta í mörgum mismunandi verkefnum. Sum ganga mjög vel og sum sæmilega og einhver, vonandi sem fæst, munu klikka. Það er bara þannig."Salan á Icelandair er einn af hápunktum ársins hjá FL Group. Vel gekk að selja félagið og skrá það á markað. Þar með lauk vegferð sem Hannes Smárason hóf með kaupum í Icelandair í upphafi árs 2003. Þá var félagið með átta milljarða í eigið fé og metið á 17 til 18 milljarða á markaði. Nú er FL Group með 150 milljarða í eigið fé og metið á yfir 200 milljarða á markaði.„Það sem er ánægjulegt með skráningu Icelandair er að við stóðum við það sem við sögðum. Erfiðleikar á markaði seinkuðu því, en við gáfum út þá yfirlýsingu að félagið færi á markað og við værum tilbúnir til að vera kjölfestufjárfestar, en við værum líka tilbúnir til að selja okkur út úr því." Hannes lagði grunninn að FL Group með kaupum á Icelandair á sínum tíma og nýtti félagið til að byggja upp öflugt fjárfestingarfélag. „Auðvitað þótti manni og þykir vænt um félagið, en þetta var rétti tíminn til þess að losa sig úr þeim rekstri. Við vorum komnir á annan stað og tími til að snúa sér að öðru."Breytingar ársins hafa verið miklar. Eigið fé félagsins hefur tvöfaldast á árinu og getan til nýrra fjárfestinga um 200 milljarðar. „Það gerðist meira á þessu ári heldur en maður þorði að vona. sérstaklega í ljósi þess hversu mikill tími og orka fór í neikvæða umræðu um fjármálalífið hér. Fram undan er spennandi ár með aragrúa tækifæra. „Það er erfitt að spá um framhaldið. Ég met það þannig að við séum að nálgast þann tíma þar sem stærstu fyrirtækin geta haldið áfram að vaxa á þessum hraða með því að vera áfram íslensk félög.Eftir því sem við stækkum förum við að líkjast meir þeim sem við keppum við. Við þurfum að vera sniðug til þess að geta haldið áfram að vaxa án þess að breytast í bresk eða skandinavísk félög og missa við það sérstöðu okkar. Hins vegar ef menn stíga ákveðin skref hér varðandi reglur og skattaumhverfi þá er engin ástæða til að ætla annað en að við getum haldið áfram. Við erum rétt að verða þekkt í alþjóðlegum fjárfestingarheimi, en það á algjörlega eftir að nýta þann möguleika að gera Ísland að spennandi fyrirtæki fyrir fjármálafyrirtæki og banka." Héðan og þaðan Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Breytingar valda stundum óróa og á seinni árshelmingi 2005 fór Hannes Smárason ekki varhluta af gagnrýni um hvert hann stefndi fjöreggi þjóðarinnar, Icelandair. Forystumenn félagsins voru í óða önn að breyta félaginu úr samgöngu- og ferðaþjónustufyrirtæki í fjárfestingarfélag. Undir lok árs 2005 tókst félaginu að ná með hlutafjárútboði 80 milljörðum í nýtt hlutafé. FL Group undir forystu Hannesar fór því ágætlega vopnað inn í árið og félagið tilbúið til flugtaks. Síðan var tekið á loft. Að baki er viðburðaríkt ár og spurningin er hvað standi upp úr að mati forstjórans Hannesar Smárasonar. „Fyrir mig held ég að það hafi verið þegar við seldum easyJet, það standi upp úr frekar en skráningin á Icelandair og ýmislegt annað," segir Hannes. Hann hafði setið undir vangaveltum um að kaup FL á easyJet væru fyrst og fremst það sem keyrði upp gengið. „Það hefur aldeilis sýnt sig að svo var ekki. Sjáðu bara verðið á félaginu í dag," segir Hannes og grettir sig örlítið. „Ég sé sjúklega eftir því núna að hafa selt," segir Hannes og hlær. Hann bætir því við að þegar maður sé í slíkum fjárfestingum þýði ekkert að horfa á hlutina þannig. „Það hafa komið önnur tækifæri í staðinn og á móti byggðum við um 30 prósenta stöðu í Glitni sem hefði verið erfitt án þess að losa einhverja fjármuni." Árið í ár einkenndist umfram árin á undan af sölum á milljarða hlutum þar sem innleystur var gríðarlegur hagnaður. Landsbankinn seldi í Carnegie með um 12 milljarða hagnaði, FL Group í easyJet með um 13 milljarða og Björgólfur Thor í cRA í Tékklandi með 50 milljarða hagnaði. „Þetta skiptir miklu máli. Menn voru búnir að sýna að þeir gátu keypt og nú sýndu menn að þeir gátu selt. Maður er ekki orðinn góður fjárfestir af þessari gerð fyrr en maður hefur sýnt að maður geti bæði keypt og selt. Þetta var ákveðinn prófsteinn á okkur og skiptir miklu máli sérstaklega á þessu ári þar sem umræðan var mjög þung um Ísland og íslenska bankakerfið, þá held ég að þetta hafi hjálpað mjög mikið hvernig útlendingar líta á okkur og landið í heild sinni. Menn sjá að þarna eru ekki einhverjir kúrekar á ferðinni sem kaupa og kaupa og selja aldrei neitt."SlagorðaumræðanUmræðan á árinu um íslenska fjárfesta og fjármálakerfið var á tíðum ósanngjörn og illa ígrunduð. „Þetta var svona slagorðaumræða þar sem menn máluðu skrattann á vegginn. Þessi umræða var óvægin og hörð, en það sem er merkilegast við hana er að það komu eiginlega allir sterkari út úr henni. Það eru góðu fréttirnar í slæmu fréttunum. Ég held þó að flestir hefðu kosið að fá skilaboðin með öðrum hætti.Það er hins vegar afar merkilegt að sjá að bankarnir eru búnir að fjármagna sig í botn, með miklu meira lausafé og standa mun betur en þeir gerðu í upphafi árs."Hannes segir að önnur félög, svo sem FL Group, hafi einnig tekið til hendinni. „Þó að við séum ekki jafn stórir og bankarnir þá erum við búnir að ná okkur í hátt í milljarð evra fyrir utan Ísland." FL Group hefur verið áberandi á árinu í stórum viðskiptum, en forsenda slíkra viðskipta er fjármögnun sem ekki er jafn sýnilegur hluti starfseminnar. „Við tókum eitt stærsta lán með veði í íslenskum hlutabréfum sem tekið hefur verið þegar við fjármögnuðum hluta af eign okkar í Glitni með 250 milljóna evra sambankaláni. Síðan erum við með opna línu fyrir 400 milljónir evra hjá Barclays og þar fyrir utan höfum við fjármagnað okkur gegnum Carnegie og Morgan Stanley. Við höfum góðan aðgang að alþjóðlegum fjármálamarkaði og ef við ráðumstu í stór verkefni, þá getum við fengið til liðs við okkur stóra erlenda banka."Hannes segir að FL Group hafi fundið fyrir að menn voru ekki tilbúnir til þess að fara í mikla stækkun undir þessari umræðu. „Það er hins vegar alltaf þannig þegar svona gerist að þeir sem eru stærstir og í einhverjum skilningi bestu viðskiptavinir bankanna, þeir finna síðast fyrir því. Menn byrja á neðri endanum og maður heyrði af því að það var verið að loka á fullt af fólki. Það var bara ekki komið að okkur því við vorum ofar í goggunarröðinni og mikið að gerast."Árið byrjað af kraftiÁrið byrjar með kaupum á hlut í Glitni þegar Straumur-Burðarás seldi kjölfestuhlut í bankanum. „Við komum fjárhagslega sterkir inn í árið. Svo kom þessi hlutur upp í janúar eftir þreifingar í desember. Þá ákváðum við ásamt öðrum að kaupa þessi bréf. Það var fyrsta alvöru aðkoman að Glitni. Við héldum svo áfram að kaupa og þegar umræðan stendur sem hæst um bankana, verður töluvert framboð af bréfum og þá kaupum við." Á markaði voru menn hikandi, en Hannes segir að FL Group hafi treyst undirliggjandi rekstri bankanna. „Við fylgdumst vel með rekstrinum og því sem var að gerast og sáum að það voru engin vandamál í undirliggjandi rekstri og menn höfðu trú á að það myndi takast að snúa við umræðunni. Hins vegar vorum við farnir að undirbúa okkur undir það að umræðan gæti staðið í átján mánuði. Við stilltum okkur þannig upp að við gætum þolað svo langan tíma."Á sama tíma keypti FL Group hlut í Royal Unibrew og Finnair og Aktiv Kapital. „Þessar fjárfestingar hafa verið að gera sig ágætlega á árinu, misvel eins og gengur, en á heildina litið hafa fjárfestingar okkar verið að skila ágætis árangri á árinu."Á eftir þessum kaupum fylgdu kaupin á drykkjarvöruframleiðandanum Refresco í apríl og salan á easyJet. „Annars vegar vorum við að fjárfesta í starfsemi sem við teljum að eigi mikla framtíð fyrir sér og hins vegar að fara út úr fjárfestingu sem hafði reynst okkur mjög góð. Okkur fannst rétti tíminn til að kveðja, en hefðum sjálfsagt átt að hanga lengur. Það er eins og gengur. Við fórum inn í Unity með Baugi og keyptum í Marks og Spencer og seldum aftur með hagnaði og vorum einnig á þessum tíma byrjaðir að vinna í House of Fraser, þótt enginn vissi það á þeim tíma. Það er búið að vera margt í gangi á árinu og sumt af því ekki komið í ljós enn þá."Umsvifin hafa verið gríðarleg og sólarhringurinn langur. Starfsmenn FL Group eru að nálgast þrjátíu. „Við höfum reynt að byggja þetta á fáum en góðum einstaklingum og svo vinnum við náttúrlega mjög mikið. Það er bara þannig."Samstarfið í Straumi var gottAthyglin hefur beinst að félaginu á árinu og varla líður sá mánuður að ekki séu fréttir af því sem FL Group er að fást við. „Við erum í það stórum verkefnum að þau hljóta að vekja athygli. Við erum það stórt félag að við verðum að vera í stórum verkefnum. Við viljum helst ekki skrifa tékka sem er minni en fimm til tíu milljarðar í einstakri fjárfestingu. Annars yrðum við með of mörg verkefni í gangi og athyglin of dreifð."Síðan komu upp átök í hluthafahópi Straums og FL eignaðist í kjölfarið hlut í félaginu. „Það voru samskiptaerfiðleikar í hluthafahópnum og við töldum að sem fagfjárfestar ættum við möguleika til að vinna með stjórninni á fjárhagslegum forsendum og um leið sáum við möguleika á að auka eigið fé FL Group." Hannes segir að samstarfið í Straumi hafi gengið vel og salan hafi verið ásættanleg. „Það kostar mikið að auka eigið fé og við lítum svo á að við höfum náð markmiðum með fjárfestingunni. Það er þannig að þegar tveir aðilar eru stórir eigendur og vanir að vera kjölfestufjárfestar þá gengur það ekki til lengdar. Ekki síst þegar báðir eru kjölfestufjárfestar í öðrum bönkum."Við söluna á Straumi eignaðist FL Group hlut Straums-Burðaráss í Finnair og var þar með komið með 23 prósenta hlut í félaginu. Hinn stóri eigandinn er finnska ríkið. „Það eru bara tveir möguleikar í þeirri stöðu. Finnska ríkið hlýtur að átta sig á því fyrr eða síðar. Annaðhvort verða þeir að ríkisvæða fyrirtækið á ný og taka það af markaði eða fara alla leið með félagið og einkavæða það og láta það standa á eigin fótum."Eigið fé tvöfaldast á árinuAnnað flugfélag er í eigu FL að hluta og var í 100 prósenta eigu þar til í gær. Það er Sterling. Samkeppnisaðilinn er SAS sem er í eigu þriggja ríkja. „Það hefur kosti að hafa svifaseinan samkeppnisaðila, en galla þegar hann getur ausið úr ríkissjóðum ef illa gengur. Auðvitað er þetta rekstrarform tímaskekkja." Hannes segir árangurinn af Sterling harla góðan, jafnvel þótt öllum markmiðum hafi ekki verið náð. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þessu lyktar, en við teljum að við höfum beitt skynsamlegum aðferðum við mat á félaginu þegar við keyptum það."Hannes segir að menn geti alltaf búist við að einstakar fjárfestingar gangi illa og markmið náist ekki. „Það er óeðlilegt ef almenningur og fjárfestar búast ekki við því að eitthvað gangi ekki upp. Það er ástæðan fyrir því að félög fjárfesta í mörgum mismunandi verkefnum. Sum ganga mjög vel og sum sæmilega og einhver, vonandi sem fæst, munu klikka. Það er bara þannig."Salan á Icelandair er einn af hápunktum ársins hjá FL Group. Vel gekk að selja félagið og skrá það á markað. Þar með lauk vegferð sem Hannes Smárason hóf með kaupum í Icelandair í upphafi árs 2003. Þá var félagið með átta milljarða í eigið fé og metið á 17 til 18 milljarða á markaði. Nú er FL Group með 150 milljarða í eigið fé og metið á yfir 200 milljarða á markaði.„Það sem er ánægjulegt með skráningu Icelandair er að við stóðum við það sem við sögðum. Erfiðleikar á markaði seinkuðu því, en við gáfum út þá yfirlýsingu að félagið færi á markað og við værum tilbúnir til að vera kjölfestufjárfestar, en við værum líka tilbúnir til að selja okkur út úr því." Hannes lagði grunninn að FL Group með kaupum á Icelandair á sínum tíma og nýtti félagið til að byggja upp öflugt fjárfestingarfélag. „Auðvitað þótti manni og þykir vænt um félagið, en þetta var rétti tíminn til þess að losa sig úr þeim rekstri. Við vorum komnir á annan stað og tími til að snúa sér að öðru."Breytingar ársins hafa verið miklar. Eigið fé félagsins hefur tvöfaldast á árinu og getan til nýrra fjárfestinga um 200 milljarðar. „Það gerðist meira á þessu ári heldur en maður þorði að vona. sérstaklega í ljósi þess hversu mikill tími og orka fór í neikvæða umræðu um fjármálalífið hér. Fram undan er spennandi ár með aragrúa tækifæra. „Það er erfitt að spá um framhaldið. Ég met það þannig að við séum að nálgast þann tíma þar sem stærstu fyrirtækin geta haldið áfram að vaxa á þessum hraða með því að vera áfram íslensk félög.Eftir því sem við stækkum förum við að líkjast meir þeim sem við keppum við. Við þurfum að vera sniðug til þess að geta haldið áfram að vaxa án þess að breytast í bresk eða skandinavísk félög og missa við það sérstöðu okkar. Hins vegar ef menn stíga ákveðin skref hér varðandi reglur og skattaumhverfi þá er engin ástæða til að ætla annað en að við getum haldið áfram. Við erum rétt að verða þekkt í alþjóðlegum fjárfestingarheimi, en það á algjörlega eftir að nýta þann möguleika að gera Ísland að spennandi fyrirtæki fyrir fjármálafyrirtæki og banka."
Héðan og þaðan Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira