Viðskipti innlent

Ár mikilla fjárfestinga

Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélagsins
Eimskipafélagið, sem þá bar enn nafnið Avion Group, innleysti um 10,5 milljarða króna hagnað undir lok árs þegar XL Leisure Group var selt, auk 51 prósents hlut í Avion Aircraft Trading.
Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélagsins Eimskipafélagið, sem þá bar enn nafnið Avion Group, innleysti um 10,5 milljarða króna hagnað undir lok árs þegar XL Leisure Group var selt, auk 51 prósents hlut í Avion Aircraft Trading.

Þetta var afar viðburðaríkt ár á öllum sviðum hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands. Skráning félagsins í Kauphöll Íslands gekk afar vel í upphafi árs. Þetta var ár mikilla fjárfestinga víðs vegar í Evrópu og Ameríku. Að sama skapi innleysti félagið góðan hagnað undir lok ársins þegar stórar einingar voru seldar fyrir mjög gott verð. Hagnaðurinn af eignasölunni var um 10,5 milljarðar króna.

Eimskip óx gríðarlega á þessu ári og hefur margfaldast að stærð á síðustu misserum. Félagið er nú það stærsta í hitastýrðum flutningum á Atlantshafi og eitt það stærsta í heimi. Mér er til efs að nokkurt félag eigi fleiri frystigeymslur en Eimskip en þessar geymslur eru afar mikilvægir viðskiptahnútpunktar í hitastýrðri flutningastarfsemi. Árið 2006 var ár ytri vaxtar hjá Eimskip og það liggur fyrir að við verðum áfram að fjárfesta en munum þó eyða miklum kröftum inn á við á komandi ári. Það er stefnan að vinna ötullega að innri vexti árið 2007 og hámarka þann arð og þau tækifæri sem fjárfestingar þessa árs bjóða upp á.

Air Atlanta Icelandic, sem er önnur meginstoð Hf. Eimskipafélagsins, gekk í gegnum miklar breytingar á árinu og við lukum afar veigamiklum áfanga í endurnýjun flugflota félagsins. Sú meginbreyting varð á rekstri Hf. Eimskipafélags Íslands að við hættum í farþegaflutningum á síðari hluta árs og höfum markað afar skýra stefnu þar sem við einbeitum okkur að fraktflutningum og heildarlausnum á því sviði hvort sem er í lofti, á sjó eða landi.

Ég horfi mjög björtum árum til ársins 2007 og tel miklar líkur á því að árið verði hluthöfum félagsins til framdráttar. Á heildina litið er ég bjartsýnn á nýtt ár fyrir land og þjóð og vil nota tækifærið og þakka öllum en þó sérstaklega starfsfólki Eimskips og Atlanta, fyrir árið sem er að líða og ég óska öllum gæfu og gengis á nýju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×