Innlent

Ættu að reka stjórnarformanninn

"Ofurkjör stjórnenda hafa leitt til því líkrar gliðnunar í launakjörum að ég er þess fullviss að þessi þróun mun marka tímamót og hafa varanleg áhrif til breytinga í íslensku samfélagi í átt til aukins ójöfnuðar og misskiptingar," segir Jóhanna Sigurðardóttir.
"Ofurkjör stjórnenda hafa leitt til því líkrar gliðnunar í launakjörum að ég er þess fullviss að þessi þróun mun marka tímamót og hafa varanleg áhrif til breytinga í íslensku samfélagi í átt til aukins ójöfnuðar og misskiptingar," segir Jóhanna Sigurðardóttir. MYND/Vilhelm

Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Hún gagnrýnir jafnframt í pistli á heimasíðu sinni að lykilstjórnendur séu á slíkum ofurkjörum að mánaðarlaun þeirra geti numið þremur til fjórföldum árslaunum þeirra lægstlaunuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×