Innlent

Hagstofustjóri verður formaður matvælanefndar

Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, verður formaður matvælanefndarinnar.
Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, verður formaður matvælanefndarinnar. MYND/Pjetur

Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, verður formaður nefndar sem ætlað er að stuðla að lækkun matarverðs á Íslandi. Forsætisráðherra boðaði skipan slíkrar nefndar í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld. Hann sagði það óviðunandi að matvælaverð hér á landi væri langtum hærra en í grannríkjum okkar. Hann hefði þess vegna ákveðið að setja á fót nefnd með fulltrúum stjórnvalda, aðilum vinnumarkaðarins og samtökum bænda til að skoða ástæður þessa og koma með tillögur til úrbóta. Hallgrímum Snorrason, hagstofustjóri, staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun að falast hefði verið eftir því við hann að leiða starf nefndarinnar. Hann vildi þó ekki veita viðtal um málið, sagði það svo nýtilkomið að hann hefði ekki enu sinni fengið skipunarbréf, né heldur væri búið að skipa aðra meðlimi nefndarinnar. Þá sagði hann að ekki væri búið að ramma nákvæmlega inn hvernig starfi nefndarinnar skyldi háttað né hvers kyns niðurstöðu væri óskað frá nefndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×