Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Carlos Sainz, er kominn aftur í forystu í París-Dakar rallinu eftir að hann sigraði í fjórða áfanga keppninnar í dag. Sainz hefur því unnið þrjár af fjórum leiðum sem eknar hafa verið á Volkswagen Tuareg-bifreið sinni.
