Spænski tenniskappinn Rafael Nadal hefur dregið sig úr keppni á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Sydney í vikunni vegna meiðsla. Nadal hefur átt við meiðsli að stríða á fæti síðan á Mastersmótinu í Madrid í haust. "Ég er langt frá mínu besta vegna meiðslanna og því er líklega betra að ég reyni að hvíla núna," sagði Nadal í samtali við Marca.
Nadal verður ekki með á opna ástralska
