Hinn óþekkti gríski tennisleikari Marcos Baghdatis tryggði sér mjög óvænt farseðilinn í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann lagði fjórða stigahæsta tennisleikara heims, David Nalbandian í undanúrslitunum 3-6,5-7, 6-3, 6-4 og 6-4.
"Þetta er draumi líkast og ég bíð enn eftir að vakna. Það er svo nýtt fyrir mér að ná svona langt á jafn stóru móti sem þessu og ég er ótrúlega stoltur af frammistöðu minni," sagði hinn tvítugi spilari eftir sigurinn.