Lítt þekktur kylfingur fer á kostum 4. febrúar 2006 15:51 JJ Henry er hugsanlega nafn sem á eftir að heyrast oftar í golfheiminum í framtíðinni. Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. JJ Henry var í 87. sæti á peningalistanum í PGA mótaröðinni í fyrra. Tvisvar hefur hann orðið í öðru sæti en aldrei hefur honum tekist að sigra. Eftir 8 holur í gær hafði hann náð í 2 fugla. En þá byrjaði ævintýrið. Henry krækti í hvern fuglinn á fætur öðrum og eftir 15. holuna hafði hann náð í 7 í röð. Ótrúlegur árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem lék samtals á 61 höggi og var einu höggi frá því að bæta metið í PGA-mótaröðinni. Henry bætti eigið met um 3 högg, best áður hafði hann spilað í móti á 64 höggum. Hann notaði aðeins 29 högg á seinni 9 holunum. Samtals er hann á 132 höggum eða 14 undir pari. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er 7 höggum á eftir Henry í 8-14. sæti. Mickelson lék í gær á 5 undir pari. Þjóðverjinn Alex Cejka, sem fæddur er í Tékklandi en yfirgaf föðurlandið ungur, náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun, lék á 2 yfir pari og féll úr 1. sætinu og niður í það 30. Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fékk tvöfaldan skolla á 10. braut en fékk örn á 13. holu og fugl á sextándu eftir að hann setti niður langt pútt. Hann er í 30.-42. sæti. Englendingurinn Justin Rose lék á 3 undir pari í gær. Hann byrjaði vel, fékk 2 fugla en fékk síðan skolla á 6.7. og 9. holu. Þrir fuglar á seinni 9 holunum héldu honum inni í baráttunni, hann er í 19. til 29 sæti á 5 undir pari, 9 höggum á eftir JJ Henry. Fidji-maðurinn, Vijay Singh er 11 höggum á eftir Henry. Singh fékk 7 fugla í gær en fékk skolla á 4. og 7du braut og tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. En hinn JJ Henry hefur forystu á 14 undir pari, 4 höggum á eftir honum í 2. sæti er 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, er annar 3 höggum á eftir og síðan koma landar hans; Steve Lowry og Paul Stankowski, 5 höggum á eftir JJ Henry. Erlendar Fréttir Golf Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. JJ Henry var í 87. sæti á peningalistanum í PGA mótaröðinni í fyrra. Tvisvar hefur hann orðið í öðru sæti en aldrei hefur honum tekist að sigra. Eftir 8 holur í gær hafði hann náð í 2 fugla. En þá byrjaði ævintýrið. Henry krækti í hvern fuglinn á fætur öðrum og eftir 15. holuna hafði hann náð í 7 í röð. Ótrúlegur árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem lék samtals á 61 höggi og var einu höggi frá því að bæta metið í PGA-mótaröðinni. Henry bætti eigið met um 3 högg, best áður hafði hann spilað í móti á 64 höggum. Hann notaði aðeins 29 högg á seinni 9 holunum. Samtals er hann á 132 höggum eða 14 undir pari. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er 7 höggum á eftir Henry í 8-14. sæti. Mickelson lék í gær á 5 undir pari. Þjóðverjinn Alex Cejka, sem fæddur er í Tékklandi en yfirgaf föðurlandið ungur, náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun, lék á 2 yfir pari og féll úr 1. sætinu og niður í það 30. Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fékk tvöfaldan skolla á 10. braut en fékk örn á 13. holu og fugl á sextándu eftir að hann setti niður langt pútt. Hann er í 30.-42. sæti. Englendingurinn Justin Rose lék á 3 undir pari í gær. Hann byrjaði vel, fékk 2 fugla en fékk síðan skolla á 6.7. og 9. holu. Þrir fuglar á seinni 9 holunum héldu honum inni í baráttunni, hann er í 19. til 29 sæti á 5 undir pari, 9 höggum á eftir JJ Henry. Fidji-maðurinn, Vijay Singh er 11 höggum á eftir Henry. Singh fékk 7 fugla í gær en fékk skolla á 4. og 7du braut og tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. En hinn JJ Henry hefur forystu á 14 undir pari, 4 höggum á eftir honum í 2. sæti er 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, er annar 3 höggum á eftir og síðan koma landar hans; Steve Lowry og Paul Stankowski, 5 höggum á eftir JJ Henry.
Erlendar Fréttir Golf Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira