Ekki tilkynnt um virkan eignarhlut í Búnaðarbankanum 20. febrúar 2006 18:51 Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum. Margoft hefur komið fram að aðkoma virts erlends fjármálafyrirtækis að S-hópnum hafi reynst þungt lóð á vogarskálarnar þegar ákvörðun var tekin um að selja S-hópnum Búnaðarbankann. Þegar kaupsamningur vegna sölu á tæpum 46 prósenta hlut ríkisins var undirritaður kom fram að þýski bankinn hefði eignast um 16,3 prósenta hlut í bankanum gegnum hlutinn í Eglu. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að rannsaka sérstaklega hvort þýski bankinn hafi verið yfirvarp. Halldór Ásgrímsson spurði hvort þingmaðurinn hefði rætt við Ríkisendurskoðun vegna málsins en sú stofnunin ætti að vera Alþingi innan handar í málinu. Hann sagði Ríkisendurskoðanda hafa tjáð sér að ekkert nýtt hefði komið fram. Málið væri margrannsakað. Sigurjón Þórðarson sagði að það kæmi ekki á óvart að ráðherrann væri í nánum tengslum við Ríkisendurskoðanda sem hefði glatað virðingu sinni þegar hann hefði staðið í kattaþvotti í bankamálinu á sínum tíma. Halldór Ásgrímsson sagði alvarlegt mál ef Ríkisendurskoðun nyti ekki trausts, þótt ekki væri nema eins þingflokks og það þyrfti þá að ræða það í forsætisnefnd alþingis. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði viðskiptaráðherra hvort ekki ætti beina því til Fjármálaeftirlitisins að rannsaka þessar ásakanir. Ljóst sé að hvorki Fjármálaeftirlitinu né Kauphöll hafi verið tilkynnt um virkan eignarhlut þýska bankans, hafi hann verið fyrir hendi. Þá sé ekki vitað til þess að tilkynning hafi verið send þýska fjármáleftirltinu. Ráðherrann sagði ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira