Brotthvarf Árna veikir Framsókn 6. mars 2006 17:53 Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.Baldur Þórhallsson var gestur í hádegisviðtalinu á NFS og fjallaði þar um hvaða áhrif afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra hefði á Framsóknarflokkinn og stjórnmálin. Hann sagði það erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að áberandi forystumaður, sem oft væri nefndur sem næsti formaður flokksins, segði af sér. Þá væri þetta ekki til þess fallið að styrkja stöðu formanns flokksins."Halldór (Ásgrímsson) missir þarna einn af nánustu samstarfsmönnum sínum, búinn að missa Finn (Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknar) nokkrum árum áður," sagði Baldur. "Hann þarf að taka inn, eða tekur inn, Siv sem hefur verið nokkuð gagnrýnin á hans störf. Það má vel vera að öldurnar lægi eitthvað, að minnsta kosti úr armi Sivjar.Baldur telur þetta þó slæm tíðindi fyrir Framsóknarflokkinn. "Þetta er ekki gott fyrir flokkinn, talandi um að flokkurinn er ekki í góðri stöðu og mællist með um og undir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum."Baldur velti því jafnframt upp að ef til vill væri afsögn Árna til marks um ný viðhorf stjórnmálamanna til starfs síns. Hann nefnir Bryndísi Hlöðversdóttur, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, og Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sem dæmi um unga stjórnmálamenn á uppleið sem hafi hætt og farið til starfa á hinum almenna markaði. Hann segir að þetta kunni að vera til marks um að fólk komi frekar til starfa í stjórnmálum, verði þar um stund og haldi svo annað frekar en að það líti á starf stjórnmálamanns sem ævistarf. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.Baldur Þórhallsson var gestur í hádegisviðtalinu á NFS og fjallaði þar um hvaða áhrif afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra hefði á Framsóknarflokkinn og stjórnmálin. Hann sagði það erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að áberandi forystumaður, sem oft væri nefndur sem næsti formaður flokksins, segði af sér. Þá væri þetta ekki til þess fallið að styrkja stöðu formanns flokksins."Halldór (Ásgrímsson) missir þarna einn af nánustu samstarfsmönnum sínum, búinn að missa Finn (Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknar) nokkrum árum áður," sagði Baldur. "Hann þarf að taka inn, eða tekur inn, Siv sem hefur verið nokkuð gagnrýnin á hans störf. Það má vel vera að öldurnar lægi eitthvað, að minnsta kosti úr armi Sivjar.Baldur telur þetta þó slæm tíðindi fyrir Framsóknarflokkinn. "Þetta er ekki gott fyrir flokkinn, talandi um að flokkurinn er ekki í góðri stöðu og mællist með um og undir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum."Baldur velti því jafnframt upp að ef til vill væri afsögn Árna til marks um ný viðhorf stjórnmálamanna til starfs síns. Hann nefnir Bryndísi Hlöðversdóttur, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, og Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sem dæmi um unga stjórnmálamenn á uppleið sem hafi hætt og farið til starfa á hinum almenna markaði. Hann segir að þetta kunni að vera til marks um að fólk komi frekar til starfa í stjórnmálum, verði þar um stund og haldi svo annað frekar en að það líti á starf stjórnmálamanns sem ævistarf.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira