FL Group hefur keypt tæplega 8,99 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Aktiv Kapital. Markaðsvirði hlutarins er um 4,7 milljarðar íslenskra króna.
Starfsemi félagsins skiptist í þrennt: Kaup á lánasöfnum sem komin eru í vanskil, innheimta viðskiptakrafna og umsýsla reikninga. Hjá Atviv Kapital starfa 925 manns í 11 löndum, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Þá kemur jafnframt fram að tekjur Aktiv Kapital námu 14,3 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og var hagnaður eftir skatta um 2,5 milljarðar íslenskra króna.
