Kanadamaðurinn Stephen Ames sigraði örugglega á Players meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld á TPC Sawgrass vellinum en mótið var í beinni útsendingu á Sýn. Ames lék hringina fjóra á fjórtán höggum undir pari og lokahringinn lék hann á 5 höggum undir pari, 67 höggum samtals.
Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen varð annar á átta höggum undir pari en fjórir menn deildu svo þriðja sætinu á fimm undir pari, þeir Pat Perez, Henrik Stenson, Jim Furyk og Camilo Villegas.
Fyrir sigurinn fékk Ames rúmlega 105 milljónir íslenskra króna. Þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á Players meistaramótinu en auk peninganna fékk Ames keppnisrétt á PGA-mótaröðinni til fimm ára og sæti á Masters mótinu sem og Opna breska meistaramótinu næstu þrjú árin. Hann fær einnig að leika á Opna bandaríska meistaramótinu á þessu ári og PGA-meistaramótinu í haust en þetta eru stórmótin fjögur sem haldin eru á hverju ári.
Tiger Woods lauk keppni í 22.-26. sæti en hann var 1 yfir pari vallar samtals eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum eða þremur yfir pari.
Óvæntur sigur Stephen Ames

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn