FL Group kaupir Dreamliner farþegaþotur 5. apríl 2006 13:43 Boeing 787 Dreamliner farþegaþota. Mynd/AFP FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegaþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, muni nýta vélarnar til að þróa áfram leiðakerfi sitt og endurnýja flugflotann. Félagið á möguleika á að nýta sér kauprétt á þremur Boeing 787 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti flugvélanna tveggja er um 290 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt verðskrá. Jafnframt hefur verið samið við Rolls Royce um Trents 1000 hreyfla fyrir Boeing 787 flota félagsins. Boeing 787 flugvélin hefur vakið mikla athygli í flugheiminum að undanförnu fyrir tækniþróun og nýjungar. Alls hafa 28 flugfélög pantað 345 flugvélar af þessari tegund og er hún vinsælasta nýsmíði í sögu Boeing, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vélarnar taka 200 til 300 farþega og henta á allt að 16.000 kílómetra vegalengdum. Þá notar Boeing 787 20 prósentum minna eldsneyti en sambærilegar farþegaþotur auk þess sem hægt verður að bjóða 45 prósentum meira vörurými en flugvélar af sambærilegri stærð gera í dag. Farþegarýmið verður gjörólíkt því sem nú tíðkast, gluggar verða mun stærri, sæti og gangar verða breiðari, rakastig verður hærra og margt fleira gerir það að verkum að upplifun farþegans af fluginu verður mun ánægjulegri, að því er segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
FL Group hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner farþegaþotum fyrir hönd Icelandair Group. Flugvélarnar verða afhentar vorið 2012, en tveimur árum fyrr, eða á árinu 2010 fær Icelandair afhentar tvær fyrstu Boeing 787 breiðþoturnar sem pantaðar voru fyrir rúmu ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, muni nýta vélarnar til að þróa áfram leiðakerfi sitt og endurnýja flugflotann. Félagið á möguleika á að nýta sér kauprétt á þremur Boeing 787 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti flugvélanna tveggja er um 290 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt verðskrá. Jafnframt hefur verið samið við Rolls Royce um Trents 1000 hreyfla fyrir Boeing 787 flota félagsins. Boeing 787 flugvélin hefur vakið mikla athygli í flugheiminum að undanförnu fyrir tækniþróun og nýjungar. Alls hafa 28 flugfélög pantað 345 flugvélar af þessari tegund og er hún vinsælasta nýsmíði í sögu Boeing, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vélarnar taka 200 til 300 farþega og henta á allt að 16.000 kílómetra vegalengdum. Þá notar Boeing 787 20 prósentum minna eldsneyti en sambærilegar farþegaþotur auk þess sem hægt verður að bjóða 45 prósentum meira vörurými en flugvélar af sambærilegri stærð gera í dag. Farþegarýmið verður gjörólíkt því sem nú tíðkast, gluggar verða mun stærri, sæti og gangar verða breiðari, rakastig verður hærra og margt fleira gerir það að verkum að upplifun farþegans af fluginu verður mun ánægjulegri, að því er segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira