Verðlagning hlutabréfa sanngjörn 7. apríl 2006 16:59 Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Verðmatskennitölur styðja þessa niðurstöðu, að sögn deildarinnar. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að til skemmri tíma sé búist við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta muni væntanlega ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma séu horfur á hlutabréfamarkaði góðar. Greiningardeildin segir jafnframt að samanlagt markaðsvirði félaganna 17 sem skráð eru í Kauphöllinni sé 86 prósent af heildarvirði markaðarins. Deildin spáir hins vegar ekki um afkomu Landsbankans, en með honum sé markaðsvirðið 99 prósent af heildarvirði markaðarins. Afkomuspá fyrir árið í heild gerir ráð fyrir að hagnaður allra félaga í Kauphöllinni, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Stórum hluta aukningarinnar má rekja til ytri vaxtar. Í krónum talið sé gert ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group (3,5 milljarðar króna eða sem nemur 20 prósentum), Bakkavör (2,4 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósentum) og Actavis (2 milljarðar króna eða sem nemur 31 prósenti). Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir 3. milljarða króna afkomubata hjá Icelandic Group, en á síðasta ári skilaði fyrirtækið 1,2 milljarða króna tapi. Hlutfallslega er gert ráð fyrir að hagnaður Alfesca aukist mest á milli ára, eða um 540 prósent í krónum talið. Þá er búist við að hagnaður Mosaic Fashions aukist um 126 prósent. Deildin gerir ráð fyrir því að hagnaður TM dragist saman um 57 prósent á milli ára og nemi 3,1 milljarði króna á þessu ári. Ástæða samdráttarins er sú að skilyrði á hlutabréfamarkaði voru óvenju hagstæð á síðasta ári og sé því ekki gert ráð fyrir jafn hagstæðu ári í ár. Þá hefur tryggingastarfsemin hefur verið í járnum um nokkurt skeið og hagnaður borinn uppi af fjármagnstekjum. Búist er við að HB Grandi muni skila rekstrartapi fyrir árið í heild. Skýringin liggur í gengistapi erlendra skulda, en sjóðstreymi félagsins styrkist mjög á milli ára. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Verðmatskennitölur styðja þessa niðurstöðu, að sögn deildarinnar. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að til skemmri tíma sé búist við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta muni væntanlega ekki breytast fyrr en ró skapast um fjármögnun bankanna á alþjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma séu horfur á hlutabréfamarkaði góðar. Greiningardeildin segir jafnframt að samanlagt markaðsvirði félaganna 17 sem skráð eru í Kauphöllinni sé 86 prósent af heildarvirði markaðarins. Deildin spáir hins vegar ekki um afkomu Landsbankans, en með honum sé markaðsvirðið 99 prósent af heildarvirði markaðarins. Afkomuspá fyrir árið í heild gerir ráð fyrir að hagnaður allra félaga í Kauphöllinni, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Stórum hluta aukningarinnar má rekja til ytri vaxtar. Í krónum talið sé gert ráð fyrir mestri hagnaðaraukningu hjá FL Group (3,5 milljarðar króna eða sem nemur 20 prósentum), Bakkavör (2,4 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósentum) og Actavis (2 milljarðar króna eða sem nemur 31 prósenti). Þá gerir greiningardeildin ráð fyrir 3. milljarða króna afkomubata hjá Icelandic Group, en á síðasta ári skilaði fyrirtækið 1,2 milljarða króna tapi. Hlutfallslega er gert ráð fyrir að hagnaður Alfesca aukist mest á milli ára, eða um 540 prósent í krónum talið. Þá er búist við að hagnaður Mosaic Fashions aukist um 126 prósent. Deildin gerir ráð fyrir því að hagnaður TM dragist saman um 57 prósent á milli ára og nemi 3,1 milljarði króna á þessu ári. Ástæða samdráttarins er sú að skilyrði á hlutabréfamarkaði voru óvenju hagstæð á síðasta ári og sé því ekki gert ráð fyrir jafn hagstæðu ári í ár. Þá hefur tryggingastarfsemin hefur verið í járnum um nokkurt skeið og hagnaður borinn uppi af fjármagnstekjum. Búist er við að HB Grandi muni skila rekstrartapi fyrir árið í heild. Skýringin liggur í gengistapi erlendra skulda, en sjóðstreymi félagsins styrkist mjög á milli ára.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira