Tiger Woods er heimskur 12. apríl 2006 07:10 Segja má að kylfingurinn Tiger Woods eigi undir högg að sækja þessa dagana vegna óheppilegra ummæla sinna um púttin á Masters-mótinu um síðustu helgi NordicPhotos/GettyImages Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Sjá meira
Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Sjá meira