Vinnubrögð meirihlutans algjörlega óviðunandi 28. apríl 2006 13:46 MYND/Valgarður Gís Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála. Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála.
Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira