Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,5, prósent frá apríl 2005 til jafnlengdar á þessu ári. Verðbólga hefur einkum aukist síðustu mánuði vegna mikilla hækkana á eigin húsnæði og eldsneytisverði, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4 prósent.
Skipt er um grunn vísitölunnar í mars ár hvert, að sögn Hagstofunnar.
„Við grunnskiptin í apríl 2006 voru m.a. gerðar breytingar á aðferðum við verðmælingu og útreikningi á vísitölu millilandaflugs en verðsöfnunin nær nú eingöngu til netfargjalda," segir Hagstofan en einnig var breytt útreikningi fasteignavísitölunnar. Ein af meginbreytingunum er sú að fasteignaverðsvísitala er nú reiknum sem afburðarvísitala.