Innlent

Hvert heimili fær 600 þúsund fyrir sameiningu

Oddviti Skilmannahrepps við Hvalfjörð gengur nú á milli bæja og býður hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr sjóði hreppsins, í formi vöruúttektar í BYKO eða Húsasmiðjunni, áður en hreppurinn sameinast þremur örðum hreppum í sumar.

Skilmannahreppur, sem um nokkurt skeið hefur verið einn efnaðasti hreppur landsins, vegna gjalda af járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og hálfu álverinu þar, á 30 milljónir í svonefndum Búsetusjóði. Honum á nú að deila út áður en til sameiningar kemur þannig að hann mun ekki deilast á alla íbúa hins nýja sveitarféalgs.

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti segir í viðtali við NFS að þegar sameiningin var ákveðin hafi sjóðurinn verið undanskilinn nema að eitthvað yrði eftir í honum við sameininguna, sem ekki verður. Ætlast sé til að þiggjendur úr honum máli mannvirki á jörðum sínum og dytti þar að hlutum og því sé útektarfyrirkomulagið í BYKO og Húsammiðjunni ekki óeðlilegt.

Hins vegar kunni þetta að líta út eins og atkvæðakaup í ljósi þess að hann leiðir einn þriggja lista í nýju sameinuðu sveitarfélagi en hann gæti svo sem líka goldið þessa í færri atkvæðum í hinum hreppunum þremur ef þar gætti öfundar í garð Skilmannahreppinga fyrir 600 þúsund krónurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×