Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna 9. maí 2006 17:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar hf. Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira
Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Sjá meira