14 slösuðust þegar gassprenging varð í kjallara 5 hæða húss í íbúðahverfi Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Eldur kviknaði en slökkviliðsmönnum reyndist auðvelt að ráða niðurlögum hans.
Þeir sem slösuðust brenndust allir illa og voru þegar fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en lögregla segir víst að sprengju hafi ekki verið komið fyrir líkt og óttast var í fyrstu.
Fjölmargar sprenguárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi síðustu vikur og mánuði og er öfgasinnuðum kúrdum og múslimum kennt um.