Vöruflutningaskip frá Tyrklandi og grískt olíuflutningaskip rákust saman á Eyjahafi, skammt frá grísku eyjunni Hydra, upp úr hádegi í dag með þeim afleiðingum að vöruflutningaskipið sökk. Þrettán voru í áhöfn þess; eitt lík fannst fljótlega eftir að skipið sökk, sjö mönnum hefur þegar verið bjargað en fimm úr áhöfninni er enn leitað. Gríska skipið skemmdist mikið en sökk þó ekki.
Erlent