Framsókn í Reykjavík klofin 7. júní 2006 18:54 Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu. Félög framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Norður og Suður dansa engan vegin eftir sama lagi. Í norðurkjördæminu - kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar - hafa þrjú félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem lesa má að það séu fráleitt persónulegar ástæður sem liggi til grundvallar því að Halldór fari úr formannsstóli. Þar má lesa að ófriður innan flokksins sé ástæðan. Félögin hvetja þannig Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til þess að axla ábyrgð með sama hætti. Það verði að velja nýja forystusveit sem ekki sé ....bundin í klafa áralangrar togstreitu,..eins og segir í yfirlýsingunni. Hún er frá stjórn kjördæmissambandsins, stórn framsóknarmanna og stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þegar farið er yfir landamærin í raðir framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður - kjördæmi Jónínu Bjartmars - er komið annað hljóð í strokkinn. Þar hafa ungir framsóknarmenn hvatt forystuna til að sitja til hausts. "Við sjáum enga ástæðu til að hvetja aðra til að hætta", segir Matthías Imsland formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík Suður. Sævar Sigurgeirsson, formaður Stjórnar Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður segist aðspurður ekki taka undir kröfu systurfélgasins fyrir norðan Miklubrautina um að Guðni og Siv hætti líka. Það gerir heldur ekki Ingólfur Sveinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Ingólfur segir ályktun norðurmanna beri keim af því að kosningabarátta sé framundan til forystusveitarinnar. Afsögn Halldórs Ásgrímssonar Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu. Félög framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Norður og Suður dansa engan vegin eftir sama lagi. Í norðurkjördæminu - kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar - hafa þrjú félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem lesa má að það séu fráleitt persónulegar ástæður sem liggi til grundvallar því að Halldór fari úr formannsstóli. Þar má lesa að ófriður innan flokksins sé ástæðan. Félögin hvetja þannig Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til þess að axla ábyrgð með sama hætti. Það verði að velja nýja forystusveit sem ekki sé ....bundin í klafa áralangrar togstreitu,..eins og segir í yfirlýsingunni. Hún er frá stjórn kjördæmissambandsins, stórn framsóknarmanna og stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þegar farið er yfir landamærin í raðir framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður - kjördæmi Jónínu Bjartmars - er komið annað hljóð í strokkinn. Þar hafa ungir framsóknarmenn hvatt forystuna til að sitja til hausts. "Við sjáum enga ástæðu til að hvetja aðra til að hætta", segir Matthías Imsland formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík Suður. Sævar Sigurgeirsson, formaður Stjórnar Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður segist aðspurður ekki taka undir kröfu systurfélgasins fyrir norðan Miklubrautina um að Guðni og Siv hætti líka. Það gerir heldur ekki Ingólfur Sveinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Ingólfur segir ályktun norðurmanna beri keim af því að kosningabarátta sé framundan til forystusveitarinnar.
Afsögn Halldórs Ásgrímssonar Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira