Þórður Þorgeirsson sigraði A flokk gæðinga á úrtökumóti Geysis, Sindra, Smára og Loga sem fram fór um helgina með 8,60 í einkunn. Ævar Örn Guðjónsson varð í öðru sæti á Bergþóri frá Feti með 8,48. Ísleifur Jónasson sigraði B flokk á Röðli frá Kálfholti með 8,78 og Árni Björn Pálsson hafnaði í öðru sæti á Tign frá Teigi ll með einkunina 8,59. Maríanna Magnúsdóttir sigraði Ungmennaflokk með einkunina 8,43 á Tý frá Þúfu og Helga Björk Helgadóttir varð í öðru sæti á Eydísi frá Djúpadal með 8,43.
Sjá nánar HÉR