Stefnir í harkalega lendingu 14. júní 2006 13:30 Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir. Úrvalsvísitalan er nú heldur lægri en um áramót, og 22 prósentum lægri en hún var komin upp í um miðjan febrúar, sem er mikil lækkun. Krónan hefur lækkað umtalsvert frá áramótum og vextir hafa hækkað og munu að öllum líkindum hækka meira, og húsnæðisverð er um það bil hætt að hækka, en ekki farið að lækka sýnilega, nema þá ef til vill að raungildi miðað við verðbólgu. Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings í íslenskum efnahagsmálum, sagði hins vegar á fundi í London í gær, að húsnæðisverð myndi lækka hér á landi, og ef það gengur eftir, eru allir fyrirboðar síðustu niðursveiflu í hagkerfinu hér, komnir fram. Rawkins sagði enn fremur á fundinum í gær að meiri líkur væru nú á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu, en þegar Fitch Ratings breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í viðtali við NFS í morgun, að þrátt fyrir þessa fyrirboða þyrfti ekki að stefna í harkalega lendingu þótt niðursveifla yrði. Þróun hlutabréfavísitölu hér frá áramótum til dagsins í dag væri til dæmis álíka og víðast í heiminum og að ekki hafi orðið atvinnuleysi hér í síðustu niðursveiflu, þótt hægt hafi á mörgu í hagkerfinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir. Úrvalsvísitalan er nú heldur lægri en um áramót, og 22 prósentum lægri en hún var komin upp í um miðjan febrúar, sem er mikil lækkun. Krónan hefur lækkað umtalsvert frá áramótum og vextir hafa hækkað og munu að öllum líkindum hækka meira, og húsnæðisverð er um það bil hætt að hækka, en ekki farið að lækka sýnilega, nema þá ef til vill að raungildi miðað við verðbólgu. Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings í íslenskum efnahagsmálum, sagði hins vegar á fundi í London í gær, að húsnæðisverð myndi lækka hér á landi, og ef það gengur eftir, eru allir fyrirboðar síðustu niðursveiflu í hagkerfinu hér, komnir fram. Rawkins sagði enn fremur á fundinum í gær að meiri líkur væru nú á að íslenska hagkerfið stefndi í harkalega lendingu, en þegar Fitch Ratings breytti horfum á lánshæfi íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar, í febrúar síðastliðnum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í viðtali við NFS í morgun, að þrátt fyrir þessa fyrirboða þyrfti ekki að stefna í harkalega lendingu þótt niðursveifla yrði. Þróun hlutabréfavísitölu hér frá áramótum til dagsins í dag væri til dæmis álíka og víðast í heiminum og að ekki hafi orðið atvinnuleysi hér í síðustu niðursveiflu, þótt hægt hafi á mörgu í hagkerfinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira