Stjórnarskrársáttmálinn saltaður 16. júní 2006 20:00 Jacques Chirac var vígreifur á leiðtogafundi ESB í dag. MYND/AP Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. Allt frá því að Hollendingar og Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum hefur framtíð ESB verið í lausu lofti. Aðildarríkin virðast skiptast í tvö horn eftir því hvort þau vilji kasta plagginu alfarið fyrir róða eða láta Hollendinga og Frakka kjósa aftur þar til önnur niðurstaða fæst, en slík vinnubrögð eru ekki óþekkt hjá sambandinu. Í dag settist leiðtogaráð ESB á rökstóla í Brussel í Belgíu og ræddi hvað til bragðs skyldi taka. Það er skemmst frá því að segja að ekkert samkomulag náðist um örlög stjórnarskrársáttmálans, aðeins var ákveðið að hittast aftur í Þýskalandi að ári til frekari viðræðna og reka svo smiðshöggið á málið árið 2008. Leiðtogarnir ræddu ýmislegt annað en stjórnarskrársáttmálann. Til dæmis lögðu þeir blessun sína yfir nýja áætlun um fjárstuðning við Palestínumenn upp á tæpa tíu milljarða króna sem þó mun ekki fara um hendur Hamas-stjórnarinnar og eins var Slóvenum heimilað formlega að taka upp evruna í byrjun næsta árs.. Þá var framkvæmdastjórninni falið að skilgreina getu sambandsins til að taka við fleiri aðildarríkjum. Hins vegar var fallið frá því að gera slíkt mat að skilyrði fyrir inngöngu nýrra ríkja, nokkuð sem ríki á borð við Tyrki höfðu óttast mjög. Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. Allt frá því að Hollendingar og Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum hefur framtíð ESB verið í lausu lofti. Aðildarríkin virðast skiptast í tvö horn eftir því hvort þau vilji kasta plagginu alfarið fyrir róða eða láta Hollendinga og Frakka kjósa aftur þar til önnur niðurstaða fæst, en slík vinnubrögð eru ekki óþekkt hjá sambandinu. Í dag settist leiðtogaráð ESB á rökstóla í Brussel í Belgíu og ræddi hvað til bragðs skyldi taka. Það er skemmst frá því að segja að ekkert samkomulag náðist um örlög stjórnarskrársáttmálans, aðeins var ákveðið að hittast aftur í Þýskalandi að ári til frekari viðræðna og reka svo smiðshöggið á málið árið 2008. Leiðtogarnir ræddu ýmislegt annað en stjórnarskrársáttmálann. Til dæmis lögðu þeir blessun sína yfir nýja áætlun um fjárstuðning við Palestínumenn upp á tæpa tíu milljarða króna sem þó mun ekki fara um hendur Hamas-stjórnarinnar og eins var Slóvenum heimilað formlega að taka upp evruna í byrjun næsta árs.. Þá var framkvæmdastjórninni falið að skilgreina getu sambandsins til að taka við fleiri aðildarríkjum. Hins vegar var fallið frá því að gera slíkt mat að skilyrði fyrir inngöngu nýrra ríkja, nokkuð sem ríki á borð við Tyrki höfðu óttast mjög.
Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira