Getur átt von á dauðarefsingu 13. júlí 2006 11:12 Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Ashley Turner, tvítugur flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar, fannst látin í ágúst í fyrra í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, sem var samstarfsmaður hennar. Hún lést af völdum höfuðáverka og stungusárs á hálsi. Hill, rúmlega tvítugur flugliði, er ákærður fyrir að hafa myrt Turner, en til stóð að hún bæri vitni gegn Hill fyrir herrétti í þjófnaðarmáli. Réttað er yfir Hill fyrir herrétti í Bolling herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Ef Hill verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi samkvæmt herlögum. Engin vitni voru að morðinu og morðvopnið hefur ekki fundist. Helsta sönnunargagnið gegn Hill er blóðdropi úr Turner sem fannst á reim á íþróttaskóm Hills. Verjendur Hills benda hins vegar á fjarvistarsönnun hans, en hann eyddi kvöldinu með íslenskri kærustu sinni að horfa á myndina Top Gun. Að sögn hennar yfirgaf hann herbergið aðeins tvisvar og í stuttan tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Ashley Turner, tvítugur flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar, fannst látin í ágúst í fyrra í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, sem var samstarfsmaður hennar. Hún lést af völdum höfuðáverka og stungusárs á hálsi. Hill, rúmlega tvítugur flugliði, er ákærður fyrir að hafa myrt Turner, en til stóð að hún bæri vitni gegn Hill fyrir herrétti í þjófnaðarmáli. Réttað er yfir Hill fyrir herrétti í Bolling herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Ef Hill verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi samkvæmt herlögum. Engin vitni voru að morðinu og morðvopnið hefur ekki fundist. Helsta sönnunargagnið gegn Hill er blóðdropi úr Turner sem fannst á reim á íþróttaskóm Hills. Verjendur Hills benda hins vegar á fjarvistarsönnun hans, en hann eyddi kvöldinu með íslenskri kærustu sinni að horfa á myndina Top Gun. Að sögn hennar yfirgaf hann herbergið aðeins tvisvar og í stuttan tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira