Innlent

Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir hækkandi vexti framundan

Standard & Poor´s lækkaði í dag lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Átsæðurnar eru minnkandi markaðshlutdeild sjóðsins eftir innkomu bankanna á íbúðalánamarkað haustið 2004 og óvissa varðandi framtíð hans. Um leið var lánshæfismatið fært af athugunarlista, en það hafði verið á listanum síðan í mars í ár með neikvæðum horfum

Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir lækkunina hafa verið yfirvofandi um nokkurt skeið og því ekki komið á óvart. Hann segir að lækkunin geti haft í för með sér breytingu á kjörum skuldabréfa sjóðsins sem þýðir hækkandi vexti. Þó segist hann halda að það yrði einungis tímabundið og muni sennilega ganga til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×