Innlent

Brenndist illa er hann olli stórtjóni

Maðurinn komst að sjálfsdáðum á slysadeild Landspítalans þar sem hann fékk aðhlynningu.
Maðurinn komst að sjálfsdáðum á slysadeild Landspítalans þar sem hann fékk aðhlynningu. Mynd/Vísir

Karlmaður á þrítugsaldri brenndist alvarlega þegar hann olli stórtjóni með því að kveikja í bílum á bílasölu í Reykjavík í nótt.

Lögreglumaður á eftirlitsför sá reykjarmökk stíga up frá bílasölunnil Bíll.is við Malarhöfða, og kallaði á slökkvilið, en maðurinn var á bak og burt. Hann komst af sjálfsdáðum á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann er enn í meðferð vegna brunasára, einkum í andliti. Þar viðurkenndi hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bílunum. Hann hefur borið eldfimt efni að einum eða tveimur bílum, sem eru ger ónýtur, en eldurinn varð svo mikill að hann barst í fjóra bíla til viðbótar, sem allir skemmdust nokkuð og hleypur tjónið á mörgum milljónum króna. Bílarnir sem verst fóru, voru fjarlægðir af bílasölunni í nótt og verður rannsókn fram haldið um leið og sá sem kveikti í, verður útskrifaður af sjúkrahúsinu. Á þessu stigi vill lögregla því ekkert segja um hugsanlegar ástæður hans fyrir verknaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×