Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna 27. júlí 2006 09:05 Landsbankinn. Mynd/Hari Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira